Solheim Cup 2017: Creamer með í stað meiddrar Jessicu Korda
Sunnudagskvöldið eftir Ricoh Women’s British Open, tilkynnti fyrirliði bandaríska Solheim Cup liðsins, Juli Inkster, hverjir væru í liði hennar.
Átta komust í liðið vegna Solheim Cup stiga, tveir efstu af Rolex-heimslista kvenna og tveir voru val fyrirliða.
Paula Creamer fékk næstum taugaáfall þegar hún komst að því að hún væri ekki með í fyrsta sinn á ferli sínum – sjá m.a. grein Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR:
Þar sem Juli Inkster gerði líka, líkt og báðir fyrirliðar Solheim Cup verða að gera, er að rita nafn varamanns, sem fer í lokað umslag, í því tilviki að einhver liðsmaður skyldi forfallast.
Venjulegast skiptir nafnið í umslaginu engu máli því flestir kvenkylfingar vilja vera með í Solheim Cup og hanga á sætum sínum.
Jessica Korda tilkynnti hins vegar á mánudaginn að hún gæti ekki tekið þátt í Solheim Cup vegna meiðsla á framhandlegg.
Nú skipti umslagið allt í einu máli og í því var ….. nafn Paulu Creamer ….. sem eftir allt saman fær að vera með í 7. sinn.
„Vitið þið hvað, í sannleika sagt, kom engin önnur til greina,“ sagði Inkster um val sitt.
„Ég hef mikla trú á Paulu,“ hélt Inkster áfram. „Hún minnir mig mikið á sjálfa mig, hvað varðar að hafa hjartað á réttum stað og vera full hugrekkis og ég veit að hún gefst aldrei upp.“
„Þetta er skrítin tilfinning,“ sagði Creamer eftir að ljóst var að hún yrði með eftir allt saman, allt tilkynnt innan 48 tíma frá því að hún brotnaði næstum saman yfir að fá ekki að vera með. „Maður vill ekki að einn af liðsfélögum manns eða vinum sé meiddur, en það er þess vegna sem við höfum varamenn, af þeirri ástæðu. En þetta er mér mikil heiður. Ég er tilbúin að vera í rauðu, hvítu og bláu í 7. sinn. Þetta er brjálað. Ég hlakka virkilega til þess að vera með.“
Inkster hrósaði Korda fyrir að gefa frá sér sæti sitt í tíma, í stað þess að bíða og sjá hvort meiðsli hennar myndu lagast eða jafnvel spila meidd, en það gefur Creamer tækifæri til æfinga fyrir mótið.
„Að hún (Jessica Korda) skuli fyrst hugsa um liðið og ekki sjálfa sig, ég virði það mikils.“ sagði Inkster loks.
Hér að neðan má sjá liðskipan bandaríska og evrópsku Solheim Cup liðanna 2017:
Bandaríska liðið: Lexi Thompson, Stacy Lewis, Gerina Piller, Cristie Kerr, Danielle Kang, Michelle Wie, Brittany Lang, Brittany Lincicome, Lizette Salas, Austin Ernst (val liðsstjóra); Angel Yin (val liðsstjóra) og Paula Creamer (val liðsstjóra)
Evrópska liðið: Carlota Ciganda, Jodi Ewart Shadoff, Georgia Hall, Charley Hull, Karine Icher, Florentyna Parker, Suzann Pettersen, Mel Reid, Anna Nordqvist (val liðsstjóra), Caroline Masson (val liðsstjóra), Emily Kristine Pedersen (val liðsstjóra), Madelene Sagström (val liðsstjóra).
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
