Suzann Pettersen (t.v.) og Catriona Matthew (t.h.)
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2017 | 19:00

Solheim Cup 2017: Catriona Matthew spilar í stað Suzann Pettersen

Solheim Cup 2017 hefst ekki á morgun heldur hinn, þ.e. 18. ágúst 2017, í De Moins, Bandaríkjunum.

Nú þegar hafa orðið sviptingar á báðum liðum; fyrst meiddist Jessica Korda og dró sig úr keppni. Hennar sæti tók bleiki pardusinn, Paula Creamer.

Nú hefir Suzann Pettersen, 36 ára, dregið sig úr keppni vegna bakmeiðsla, án þess, fyrst í stað, að gefa upp smáatriðin í þeim meiðslum.

Hennar stað í liðinu tekur skoski kylfingurinn Catriona Matthew, 47 ára, sem nefnd hefir verið sem hugsanlegi næsti fyrirliði Solheim Cup, þegar mótið fer fram eftir 2 ár, 2019 í Gleneagles í Skotlandi.

Catriona og Suzann

Catriona og Suzann

Suzann svaraði aðeins með stuttu „Nei“ aðspurð hvort hún hræddist óvinsamlegar mótttökur í Des Moins eftir að hún krafðist að farið yrði eftir golfrelgum út í hörgul á Solheim Cup 2015 og grætti þar með nýliðann í liði Bandaríkjamanna, Alison Lee, sem vakti ofsareiði bandarísku keppendanna fyrir lokaviðureignirnar (tvimenningskeppni) sem þær bandarísku unnu síðan eftir að hafa verið undir í keppninni fram að því.

Ég meina,“ bætti Pettersen við, „við erum allar hérna til þess að vinna vinnuna okkar. Ég tel að það sem skeði fyrir 2 árum hafi verið óheppilegar aðstæður fyrir okkur öll og golfleikinn. Og vonandi spila allar í ár eins vel og þær geta og sýna það besta í kvennagolfi.“

Við höfum allar reynt að undirbúa okkur eins vel og við getur til að koma hér og gera það sem krafist er þ.e. að spila okkar allrabesta golf og reyna að ná bikarnum aftur. Það hefir alltaf verið einbeittur viji minn. Ég veitt að það er vilji hnna. Ég hugsi maður læri af fortíðinni. Ég er mjög vonsvikin að geta ekki spilað.“

Fréttamenn lögðust á Suzann að segja meira frá smáatriðum meiðslanna og svar hennar var aðeins veitti aðeins meiri upplýsingar: „Ég fór út að hlaupa því ég var að fara í brúðkaup laugardagskvöldið og taldi að það væri gott að hreyfa sig svolítið áður setið væri allt kvöldið, það var þá sem það gerðist (brjósklos í baki (dan: diskusprolaps), sem norska frænka okkar hefir þjáðst af tók sig upp).“

Ef það er ekki einu sinni hægt að vera 90% í lagi þá hefir það engan tilgang (að taka þátt í Solheim Cup),“ sagði Suzann. „Maður verður bara að vera hreinskilin, líta í spegil og spyrja:„Er maður í nógu góðu formi eða ekki?

Annika Sörenstam, fyrirliði Evrópu, gerði lítið til að draga úr áhrifum þess að Suzann er ekki með, en jafnvel fyrirfram var álitið að bandaríska liðið væri mun sterkara og fyrirfram í sterkari stöðu, því það er á heimavelli.

Þetta hefir verið vesen, svo vægt sé til orða tekið,“ sagði Annika.  „Ég er bara glöð að Suzann hringdi í mig á laugardaginn. Ég var með plan A og síðan tók bara plan B við. Það hafa verið fullt af plönum fram og tilbaka þegar Suzann og ég töluðumst við í morgun. Ég hætti við plan A og held mig við plan B.  Cartriona hefir spilað í mörgum (Solheim Cup) mótum og þekkir margar af kylfingunum. Og það er mjög auðvelt að para hana með öðrum. Þannig að þetta verður ekki erfitt. Við erum tilbúnar með plan B og vonandi þurfum við ekki að grípa til plans nr. C.

Catriona, 47 ára, er frá East Lothian og hefir unnið 19 stig fyrir evrópska liðið í Solheim Cup keppnum í 33 viðureignum.  Hún sagði eftirfarandi: „Mér þykir leitt að Suzann spili ekki með liðinu. Ég hef spilað á undanförnum árum með Suzann og hún er frábær keppnismanneskja og ég vorkenndi henni, en þetta er erfið vika og ef maður er ekki 100%; maður vill gefa allt sem maður getur og ef maður er ekki 100% þá er erfitt að taka þátt.“