Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2017 | 01:00

Solheim Cup 2017: Bandaríkin 10 1/2 – Evrópa 5 1/2 e. 2. dag

Bandaríska liðið í Solheim Cup jók enn forystu sína á 2. keppnisdegi, þar sem enn og aftur var spilaður fjórmenningur fyrir hádegi og fjórbolti eftir hádegi á laugardeginum, 19. ágúst 2017.

Staðan er nú 10 1/2 vinningur gegn 5 1/2 vinningi liðs Evrópu og verður að telja þær bandarísku í sigurvænlegri stöðu.

Staðan var 5 1/2 gegn 2 1/2 vinningi Bandaríkjunum í vil eftir fyrsta keppnisdag.

Á laugardeginum var fyrst spilaður fjórmenningur fyrir hádegi og var staðan jöfn þar 2 vinningar g. 2. vinningum en í fjórboltanum eftir hádegi fóru leikar svo að þær bandarísku höluðu inn 3 vinningum og aðeins Önnu Nordqvist og Jodi Ewart Shadoff tókst að sigra sína viðureign fyrir lið Evrópu gegn nýliðanum Angel Yin og Lizette Salas.

Stærsta sigurinn í fjórboltanum gegn liði Evrópu unnu þær Lexi Thompson og Cristie Kerr gegn þeim Catrionu Matthew og nýliðanum Georgiu Hall 4&2.

Það stefnir allt í sigur þeirra Bandarísku og aðeins tvímenningsleikir sunnudagsins eftir!

Sjá má stöðuna á Solheim Cup með því að SMELLA HÉR: