Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2015 | 09:00

Solheim Cup 2015: Tveir keppendur eiga afmæli í dag

Tveir kylfingar, sem keppa í Solheim Cup, eiga afmæli í dag.

Það eru Mel Reid í liði Evrópu, sem stóð sig svo frábærlega í gær og Brittany Lincicome í liði Bandaríkjanna.

Mel er fædd  19. september 1987 og á því 28 ára afmæli í dag.

Mel Reid

Mel Reid

 

Brittany Lincicome er 2 árum eldri, fædd 19. september 1985 og á því 30 ára stórafmæli!!!  Sjá má grein um Brittany, í greinaflokknum: Hver er kylfingurinn? með því að SMELLA HÉR: 

Mel er sem stendur við keppni ásamt Carlotu Ciganda en þær eru yfir snemma laugardags morgun gegn nýliðanum Alison Lee og Michelle Wie.   Brittany fær heldur ekkert frí, er að kljást við þær Catrionu Matthews og Söndru Gal ásamt liðsfélaga sínum Angelu Stanford.  Þær eru sem stendur 2 undir gegn Matthews og Gal