Solheim Cup 2015: Evrópa 10 – USA 6
Nú er þessum 3 síðdegisleikjum laugardagsins, sem eftir átti að spila lokið.
Staðan var 8:5 þegar leik var frestað vegna myrkurs í gær og þá leit ekki gæfulega út fyrir evrópska liðinu.
Þær bandarísku voru yfir í leik Gerinu Piller og Stacy Lewis g. þeim „Carólínunum“ þ.e. Hedwall og Masson. Sá leikur vannst líka 1&0 af þeim Piller og Lewis og staðan orðin 8:6.
Evrópsku stelpurnar voru bara yfir í 1 leik þ.e. leik Catrionu Matthew frá Skotlandi og Karine Icher, frá Frakklandi g. þeim Brittany Lang og Lisette Salas. Í þeim leik átti Karin Icher glæsilegt sigurpútt og vannst sá leikur 2&1.
Þær Charley Hull og Suzann Pettersen voru 1 undir í leik gegn Brittany Lincicome og nýliðanum Alison Lee.
Á 16. tókst Hull og Pettersen að jafna leikinn. En á 17. gerðist fremur leiðinlegt atvik. Lincicome drævaði út í vatnshindrun og var í raun búin að dæma sig úr leik – setti þar með gríðarlega pressu á nýliðann Lee. Lee átti hins vegar ótrúlega fallegt aðhögg og var næst holu. Hull gerði gríðargóða tilraun en missti langt pútt og það sama var að segja um Petterson sem var mun nær. Síðan var pressan aftur á Lee að setja niður pútt, til þess að komast 1 yfir aftur. Hún missti púttið – Hull og Petterson gengu af flöt og Lee tók upp boltann taldi að púttið sem skipti engu máli hefði verið gefið. Þá stoppuðu þær Hull og Petterson og sögðust aldrei hafa gefið púttið. Skv. reglunum verða andstæðingarnir að gefa pútt til þess að taka megi upp bolta og því unnu þær Hull og Petterson þennan leik á grundvelli reglnanna og ákvörðunar dómara, sem kallaður var til. Sá dæmdi Hull og Petterseon í vil. Hull og Petterson allt í einu komnar 1 yfir á grundvelli reglna á 17. flöt. Eftirleikurinn var síðan auðveldur. Lincicome missti pútt sem hefði haldið þeim í leiknum og Hull og Petterson unnu á 18. holu 1&0, í raun á grundvelli „reglubrots Alison Lee“.
Staðan 10 – 6. Allt opið í tvímenningsleikjunum. En staða liðs Evrópu sigurvænlegri. Á hitt ber að líta að lið Bandaríkjanna er foxillt út af andstyggðar „reglukerlingar“-dómi og mætir því eflaust gríðargrimmt til leiks.
Staðan var 18-10 í Colorado í Bandaríkjunum 2013 þegar lið Evrópu vann og 15-13 í Killeen Castle á Írlandi 2011.
Hvernig fara leikar nú? Lið Evrópu þarf aðeins sigur í 4 1/2 leik til þess að vinna keppnina! Það dugir að 9 leikir falli á jöfnu og 3 tapist það dugir liði Evrópu – Eða bara að 4 tvímenningsleikjanna vinnist og 1 falli á jöfnu af 12. Líkurnar eru allar Evrópu í vil!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
