
Sögulegt: Caroline Hedwall bæði nýliði og nú kylfingur ársins á LET
Fyrrum liðsmaður Oklahoma State háskólans og félagi Eyglóar Myrru Óskarsdóttur hefir verið útnefnd kylfingur ársins á Evrópumótaröð kvenna, Ladies European Tour (skammst. LET) árið 2011.
Caroline er sú fyrsta í sögu LET til þess að hljóta báða titlana: nýliði ársins og kylfingur ársins á sama keppnistímabili.
Caroline, sem kemur frá Barsebäck í Svíþjóð spilaði í 20 mótum Evrópuraðar kvenna í ár. Hún var 3. á peningalista LET á eftir Ai Miyazato (sem spilaði bara í 2 mótum á túrnum) og hinnar frábæru Melissu Reid frá Englandi (sem vann 2 sinnum á túrnum 2011).
Eftir að sigra Q-school með 9 högga mun á næstu tók Caroline þátt í fyrsta mótinu sínu sem atvinnumaður á the Australian Ladies Professional Golf Tour og vann the New South Wales Open. Alls sigraði Caroline 4 sinnum á LET nýliðaár sitt 2011 og var auk þess lykilmaður í hinu sigursæla Solheim Cup liði Evrópu í Killeen Castle á Írlandi.
Á næsta keppnistímabili mun Caroline keppa bæði á LPGA og Ladies European Tour – en nú um jólin hvílir hún sig m.a. í skíðafríi með fjölskyldu sinni.
Frábært hjá Caroline … og það verður gaman að fylgjast með henni á næsta keppnistímabili!
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023