Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2015 | 10:00

Sögn dagsins: Það er ekki hægt að stytta sér leið…

Hellen Keller sagði það ….. Annika Sörenstam endurtók það.

Það er einfaldlega ekki hægt að stytta sér leið að árangri í neinu sem maður tekur sér fyrir hendur …. að þeim stað þar sem maður vill virkilega vera á …. sem virkilega er þess virði að vera á.

Í allri baráttunni að komast að staðnum, þarf maður sífellt að hafa markmiðið fyrir augum og gefast ekki upp.

Ef t.a.m. á að ná árangri í golfi þarf að æfa og þá er eins gott að hafa eftirfarandi enskar skammstafanir í huga:

FAIL þýðir First Attempt in Learning

END þýðir ekki END heldur Effort Never Dies

NO þýðir New Opportunity

Svo eins og alltaf er golfið spegill lífsins og má yfirfæra ofangreint yfir á ýmsa þætti þess.