Snemma beygist krókurinn – Jordan Spieth byrjaði 1 1/2 árs í golfi!
Nýbakaður Masters meistari Jordan Spieth byrjaði ungur í golfi, aðeins 1 1/2 árs – þ.e. fyrir 19 1/2 ári með plastkylfum, til þess að halda honum uppteknum meðan yngri bróðir hans fæddist.
Hann byrjaði að fara f með pabba sínum og yngri bróður á æfingasvæðið þegar hann var 4 ára.
Og allt frá því að hann byrjaði hefir hann aldrei stoppað og virðist endalaust geta bætt sig.
Jordan Spieth er sonur Chris og Shawn og á tvö yngri systkini: 1 bróður Steven og þá sem er yngst, systurina Ellie.

Pabbinn Shawn (efri röð t.v.) og mamman Chris (efri röð t. h.) með börnin sín: F.v.: Steven, Ellie og Jordan Spieth í fríi á Wilmington Beach í N-Karólínu. Jordan elskar að fara þangað á ströndina, í frí.
Mamma Jordan sagði eitt sinn í viðtali: „Við (Spieth-fjölskyldan) gerðumst félagar í Brookhaven Country Club í Dallas (Texas) þegar Jordan var 8 ára (þ.e. 2001) Þetta fyrsta ár okkar þar settum við Jordan og yngri bróður hans, Steven, í sundlið klúbbsins vegna þess að við vildum ekki að þeir væru aðgerðarlausir þetta sumar,“ útskýrði Chris, mamma Jordan. „Ég gat einbeitt mér að yngstu dóttur okkar, Ellie, sem var smábarn þarna og strákarnir gátu fengið útrás fyrir orku sína. Jordan þreifst á samkeppninni, en Steven bróðir hans var minna hrifinn.“
En þá þegar var önnur íþróttagrein sem hreif Jordan miklu meira – hann elskaði að fara í sund vegna þess að frá sundlaugarbarminum gat hann séð golfvöll Brookhaven klúbbsins og hann þrábað foreldra sína að fá að byrja í golfinu.
Chris mamma hans sagðist hafa verið efins í fyrstu vegna þess að krakkarnir í golfinu í klúbbnum voru miklu eldri en Jordan, svona 14-15 ára. Hún sagði: „Í lok sumars spurði Jordan okkur: „Verð ég að vera í þessu (sundi) á næsta ári því ég vil miklu heldur vera þarna,“ sagði hann og benti á golfvöllinn. Munið hann var bara 8 ára og krakkarnir þarna voru 14 eða 15. Eiginmaður minn, Shawn fór með strákana á æfingasvæðið vegna þess að honum fannst gaman að slá nokkra bolta, en hvorugt okkar (foreldra Jordan Spieth) voru miklir kylfingar; ég (mamma Jordan) spilaði körfubolta og Shawn var í hafnarbolta. Golf var tómstundariðkun okkar en aldrei „alvöru“ íþróttagrein á radarnum hjá okkur.“
Hinn 9 ára Jordan Spieth hélt áfram að suða í foreldrum sínum að fá að byrja í golfi. Chris, mamma Jordan sagði m.a. um það: „Hann hélt áfram að suða í okkur að fá að spila golf. Hann sagði að það væri það sem hann vildi gera. Við vorum með 3 krakka sem við þurftum að hugsa um, þannig að við gátum ekki öll farið á golfvöllinn með honum. En næsta sumar keyrði ég honum á golfvöllinn og treysti honum fyrir því að hann myndi gera það sem hann ætlaði sér – að fara út og spila golf. Við vorum ekki lengi að komast að því að við gátum fyllilega treyst Jordan. Við fengum frábærar sögur frá þjálfurunum og öðrum félögum klúbbsins, sem sögðu okkur að hann færi aldrei í sundlaugina eða væri að væflast um – hann var allan daginn á vellinum. Svo byrjaði hann að spila við eldri krakkana – hann vildi sigra þá. Jordan vildi spila golf á hverjum einasta degi þetta sumar.„
Það var í Brookhaven golfklúbbnum sem Jordan fékk fyrstu golfþjálfunina hjá golfkennaranum sínum Joey Anders.
Um golfkennarann sagði Chris Spieth, mamma Jordan: „Joey var alltaf góður með það að hjálpa Jordan og bróður hans Steven á æfingasvæðinu. Joey er góður náungi og góður golfkennari. Ég hugsa að hann hafi alltaf gert sér grein fyrir hversu hæfileikaríkur Jordan var.”
Já, það er allt stórt í Texas – jafnvel litlir guttar eins og Jordan Spieth dreymir um að sigra á ekkert minna en risamóti; Munurinn á Jordan og flestum öðrum er að honum tókst það – vegna mikilla æfinga og golfástríðu sinnar, sem kviknaði snemma – já, snemma beygist krókurinn!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
