Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2016 | 12:00

Snedeker hlýtur sneypulega móttöku í klúbbhúsi TPC Scottsdale

Brandt Snedeker sem sigraði svo glæsilega á Farmers Insurance Open mótinu sl. helgi á PGA Tour hlaut heldur sneypulega mótttöku í klúbbhúsi TPC Scottsdale.

Þar hangir nefnilega uppi mynd sem sýnir bakhluta Snedeker, þar sem hann er að horfa inn í kaktusaþykkni, þar sem bolti hans er í vonlausri legu undir kaktusnum. (Sjá meðfylgjandi mynd).

Snedeker tvítaði eftirfarandi í gær (3/2) um mótttökurnar í klúbbhúsinu:

Not the most welcoming picture when I walk into the clubhouse this week.“

(Lausleg þýðing: „Þetta eru ekki sú mynd sem býður mann mest velkominn þegar ég geng inn í klúbbhúsið í þessari viku.“)

En svona er það. Sumum finnst ekkert skemmtilegra en að sjá ófarir annarra – una öðrum aldrei velgengni og finnst mest gaman þegar þeim sem gengur yfirleitt vel og eru að gera góða hluti, eru í vandræðum.

Kannski að einhverju leyti mannlegt en heldur óviðurkvæmilegt af forsvarsmönnum klúbbhúss að ramma slíka mynd inn, þar sem allir  bestu kylfingar heims safnast að jafnaði á einhverjum tíma árs saman og geta skemmt sér yfir einum samkeppanda sínum.