Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2018 | 07:50

Smith efstur m/3 högga forystu e. 3. dag á Australian PGA

Það er heimamaðurinn Cameron Smith sem er efstur á Australian PGA Championship mótinu, heldur forystunni, en spilað er venju skv. á RACV Royal Pines, á Gullströndinni.

Smith er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum (70 65 65).

Í 2. sæti er landi hans Marc Leishman 4 höggum á eftir á 10 undir pari, 205 höggum (68 68 69).

Dugar 3 högga forystann Smith til sigurs – heldur hann haus? Það verður gaman að fylgjast með því, en öll úrslit liggja fyrir á morgun sunnudagsmorguninn 2. desember 2018.

Sjá má stöðuna að öðru leyti á Australian PGA með því að SMELLA HÉR: