Axel Bóasson, GK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2014 | 21:30

Slæmur skrambi á 18. eyðilagði annars góðan hring Axels á 3. hring í Fleesensee

Það var slæmur skrambi, 7 högg á par-4 18. holu Fleesensee golfvallarins (9. holu Axels á hringnum en hann hóf hringinn á 10. teig í morgun), sem eyðilagði annars flottan 3. hring Axels Bóassonar, GK, sem tekur þátt í 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina í Fleesensee í Þýskalandi.

Axel lék á 1 yfir pari,  73 höggum í dag; fékk m.a. 5 fugla!!! í mikilli baráttu að vinna upp skrambann.

Axel er búinn að leika á samtals 2 yfir pari, 218 höggum (75 70 73) og er í 37.-43. sæti eftir 3. mótsdag.

Vonandi gengur Axel sem best á morgun!!!

Til þess að sjá stöðuna á Fleesensee úrtökumótinu eftir 3. mótsdag  SMELLIÐ HÉR: