Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2015 | 14:00

Skrítið en satt (6/8)

Golfvöllurinn er rólegur staður þar sem hægt er að flýja raunveruleikann, en stundum er það sem gerist þar skrítnara en raunveruleikinn. Nick Price drævaði eitt sinn golfbolta og hann festist í óæðri enda svíns. Golf Digest bað þá sem „followa” blaðið á félagsmiðlunum (Twitter og Facebook) að deila skrítnustu sögum sínum af golfvellinum. Þar á meðal eru nokkur atriði sem virkilega koma á óvart; t.a.m. óheppni kylfingurinn sem leitaði skjóls fyrir stormi innan í færanlegu klósettu, en síðan feykti vindurinn færanlega klósettið út í móa. Við hér á Golf 1 ætlum að spara ykkur skítugu smáatriðin en hér fara nokkrar sögur sem okkur fundust skemmtilegar

GREEN RIVER G.C., CORONA, KALIFORNÍA
Völlurinn var harður og hraður og það sem olli brunanum var að öllum líkindum sígaretta sem var hent út úr bifreið sem ók framhjá. Háar eldtungur leituðu á leiftrandi hraða upp gjánna. Þyrlur voru komnar innan 15 mínútna og fylltu gríðarstór ker úr tjarnar hindrun sem var á vellinum. Sem betur fer náðist að hafa hemil á eldinum, vegna vatnsins á vellinum. Það var virkilega heillandi að horfa á.“

Clay Chadbourne, Garden Grove, Kaliforníu