Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2015 | 14:00

Skrítið en satt (5/8)

Golfvöllurinn er rólegur staður þar sem hægt er að flýja raunveruleikann, en stundum er það sem gerist þar skrítnara en raunveruleikinn. Nick Price drævaði eitt sinn golfbolta og hann festist í óæðri enda svíns. Golf Digest bað þá sem „followa” blaðið á félagsmiðlunum (Twitter og Facebook) að deila skrítnustu sögum sínum af golfvellinum. Þar á meðal eru nokkur atriði sem virkilega koma á óvart; t.a.m. óheppni kylfingurinn sem leitaði skjóls fyrir stormi innan í færanlegu klósettu, en síðan feykti vindurinn færanlega klósettið út í móa. Við hér á Golf 1 ætlum að spara ykkur skítugu smáatriðin en hér fara nokkrar sögur sem okkur fundust skemmtilegar

CROSS CREEK PLANTATION, SENECA, Suður-Karólínu
Þetta var árið 2009 á South Carolina Open. Ég beið eftir að geta slegið aðhöggið mitt á 14. braut þegar ég horfi niður eftir mér og sé að ein skálmin á buxunum mínum er að fyllast af eldmaurum (ens.: fire ants). Ég ríf mig úr skónum og buxunum þarna á miðri brautinni. Ég hristi buxurnar en áður en mér tekst að gera það er búið að bíta mit 15-20 sinnum. Ég set dótið mitt í pokann og slæ höggið og held áfram. Þegar við erum að ganga af flötinni kemur einn af eftirlitsmönnunum til mín og gefur mér aðvörun fyrir of hægan leik. Ég segi honum hvað gerðist, en hann hefir ekki minnstan áhuga á þessu og segir okkur að hunskast áfram og koma okkur úr sporunum!!! Golf, Ah!!!

Benji Boyter, Charleston, S.C.