Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2015 | 14:00

Skrítið en satt (3/8)

Golfvöllurinn er rólegur staður þar sem hægt er að flýja raunveruleikann, en stundum er það sem gerist þar skrítnara en raunveruleikinn. Nick Price drævaði eitt sinn golfbolta og hann festist í óæðri enda svíns. Golf Digest bað þá sem „followa” blaðið á félagsmiðlunum (Twitter og Facebook) að deila skrítnustu sögum sínum af golfvellinum. Þar á meðal eru nokkur atriði sem virkilega koma á óvart; t.a.m. óheppni kylfingurinn sem leitaði skjóls fyrir stormi innan í færanlegu klósettu, en síðan feykti vindurinn færanlega klósettið út í móa. Við hér á Golf 1 ætlum að spara ykkur skítugu smáatriðin en hér fara nokkrar sögur sem okkur fundust skemmtilegar

WHITE DEER G. CSE., MONTGOMERY, PA.
Á svæðinu býr mikið af Amish fólki þannig að það var ekki skrítið að sjá mann í dökkum fötum sitja að veiðum við eina tjörnina á golfvellinum. En svo heyri ég hann hrópa og sé hest hlaupa niður 3. brautina, sem dró á eftir sér vagn. Hesturinn hljóp jafnvel í gegnum glompu á leið sinni að klúbbhúsinu, þar sem hann stóð síðan bara og beið eftir eiganda sínum. Það var fullt af fólki á vellinum þennan dag þannig að þetta vakti mikla athygli.“

Bob Koch, Williamsport, Pa.