Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2015 | 14:00

Skrítið en satt (2/8)

Golfvöllurinn er rólegur staður þar sem hægt er að flýja raunveruleikann, en stundum er það sem gerist þar skrítnara en raunveruleikinn. Nick Price drævaði eitt sinn golfbolta og hann festist í óæðri enda svíns. Golf Digest bað þá sem „followa” blaðið á félagsmiðlunum (Twitter og Facebook) að deila skrítnustu sögum sínum af golfvellinum. Þar á meðal eru nokkur atriði sem virkilega koma á óvart; t.a.m. óheppni kylfingurinn sem leitaði skjóls fyrir stormi innan í færanlegu klósettu, en síðan feykti vindurinn færanlega klósettið út í móa. Við hér á Golf 1 ætlum að spara ykkur skítugu smáatriðin en hér fara nokkrar sögur sem okkur fundust skemmtilegar:

TORREY PINES G. CSE. (SOUTH), LA JOLLA, KALIFORNÍA
Við þrjú erum á 1. teig þegar náungi kemur til þess að vera með okkur. Hann er augljóslega drukinn. Hann klúðrar öllum höggum á fyrstu tveimur holunum. Svo förum við að fallegu par-3 3. holunni. Maðurinn tekur upp box og fer að hella sandkenndu efni á flötina. Aðspurður segir hann að þetta séu leifar af ösku bróður hans, sem fór fram á að hann gerði þetta. Náunginn hafði tekið morgunflugið frá Las Vegas eftir að hafa verið vakandi alla nóttina áður. Eftir að hann dreifði öskunni róaðist hann og spilaði næstu 15 holur nokkuð vel. Hann var eftir allt saman bara ágætisnáungi.

Deborah Cathey, Dallas