Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2015 | 14:00

Skrítið en satt (1/8)

Golf 1 fer nú af stað með 8 sögur í greinaflokknum „Skrítið en satt“

Golfvöllurinn er rólegur staður þar sem hægt er að flýja raunveruleikann, en stundum er það sem gerist þar skrítnara en raunveruleikinn. Nick Price drævaði eitt sinn golfbolta og hann festist í óæðri enda svíns. Golf Digest bað þá sem „followa” blaðið á félagsmiðlunum (Twitter og Facebook) að deila skrítnustu sögum sínum. Þar á meðal eru nokkur atriði sem virkilega koma á óvart; t.a.m. óheppni kylfingurinn sem leitaði skjóls fyrir stormi innan í færanlegu klósetti, en síðan feykti vindurinn færanlega klósettið út í móa. Við hér á Golf 1 ætlum að spara ykkur skítugu smáatriðin en hér fara nokkrar sögur sem okkur fundust skemmtilegar:

SAGA FRÁ THE MEADOWS G.C., LITTLETON, COLORADO
Ég var einn að spila út á velli. Á 2. teig heyri ég hátt hljóð fyrir framan mig en sé ekki neitt. Ég held áfram að tía upp boltann minn, síðan heyri ég einhvern blóta og rödd öskrar: „Í Guðs bænum líttu upp!”
Loftbelgur lendir aðeins 1,5 metra fyrir framan upptíaða golfboltann minn. Ég verð að hlaupa í burtu til að flækjast ekki í köðlunum. Maður útskýrir að um vélarbilun hafi verið að ræða og sig hafi rekið frá nálægum fjöllum. Á meðan tekur vindurinn í loftbelginn og hann feykist niður brautina. Maðurinn stekkur í golfbílinn minn og ég ek honum þangað þannig að hann geti náð stjórn á honum.“
Jeremy Thee, Lakewood, Colo.