Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2017 | 03:00

Skrautlegt skorkort hjá Ólafíu e. fyrstu 9 lokaholurnar í Ástralíu

Það er ansi skrautlegt skorkortið hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, atvinnukylfingi úr GR, í hálfleik á lokahring ISPS Handa Women´s Australían Open.

Ólafía Þórunn er búin að spila fyrstu 9 lokaholurnar á 1 yfir pari.

Hún byrjaði á 1. teig – fékk fyrst 3 pör í röð og síðan skolla sem hún tók aftur með fugli.  Á 6. og 7. holu kom slæmur kafli skolli og tvöfaldur skolli, sem Ólafíu tókst að taka að einhverju leyti aftur með tveimur fuglum.

Þegar þetta er ritað (kl. 3:00 aðfaranótt sunnudags) þá er Ólafía Þórunn T-28, sem er frábær árangur, takist henni að halda þessu svona næstu 9 holurnar!

Til þess að sjá stöðuna á ISPS Handa Women´s Australían Open SMELLIÐ HÉR: