Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2015 | 20:30

Skemmtilegt Mercedes myndskeið með Kaymer og Langer

Fyrir Masters risamótið var meðfylgjandi myndskeið tekið af Martin Kaymer og landa hans Bernhard Langer.

Þar hrósa þeir hvor öðrum í hástert.

Myndskeiðið er e.t.v. fyndið að horfa á núna því hvorugur þeirra Kaymer og Langer komst í gegnum niðurskurð á síðasta Masters móti.

Það var Mercedes Benz sem báðir kylfingar eru á samningi hjá, sem styrtki gerð myndskeiðsins.

Þó ekki hafi gengið vel á síðasta Masters móti þá er eins víst að þýska stálið; Kaymer og Langer munu láta til sín taka á þessu ári!

Hér má sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR: