Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2015 | 00:01

Sjálfboðaliðar óskast á Smáþjóðaleikana

Smáþjóðaleikarnir 2015 eru einstakur viðburður og stærsta verkefni sem ÍSÍ hefur tekið að sér. Störf sjálfboðaliða skipa mikilvægan sess á Smáþjóðaleikunum og því leitar ÍSÍ til þjóðarinnar um aðstoð.  Áætlað er að um 1200 sjálfboðaliðar starfi á leikunum í fjölbreyttum verkefnum.  Golfsambandið hvetur kylfinga til að skrá sig og minnir á að golf er keppnisgrein á leikunum 2-6. júni en leikið verður á Korpúlfsstaðavelli.

Heimasíða leikanna er www.iceland2015.is , þar er hægt að skrá sig sem sjálfboðaliða.

Facebook síða: Smáþjóðaleikar 2015

Youtube: ÍSÍ Smáþjóðaleikarnir

Hér má sjá kynningarmyndbönd.

Myndband 1.

Myndband 2.

AF HVERJU SJÁLFBOÐALIÐI

Þeir leggja hönd á plóg og aðstoða íþróttafólkið að ná sínum markmiðum. Sjálfboðaliðar hafa jákvæð áhrif með nærveru sinni og með þeirra hjálp ná allir enn betri árangri.

Markmið sjálfboðaliðastarfs á Smáþjóðaleikunum er að leggja sitt af mörkum og fá um leið tækifæri til vaxtar og reynslu sem nýtist í viðfangsefnum lífsins.

Sjálfboðaliði á Smáþjóðaleikum 2015:

  • Hefur gaman að samvinnu
  • Nýtur samvista við annað fólk
  • Metur fjölbreytni og þátttöku
  • Eflir gleði og gefur frá sér góða nærveru
  • Býr yfir orku og krafti

Sjálfboðaliði á Smáþjóðaleikum 2015:

  • Er orðinn 18 ára
  • Hefur tíma til þess að bjóða fram aðstoð
  • Hefur gaman að því sem hann tekur sér fyrir hendur

Sjálfboðaliði á Smáþjóðaleikum 2015:

  • Fær til eignar glæsilegan fatapakka sem ÍSÍ veitir frá ZO•ON
  • Fær fæði á vinnutíma
  • Hvaða störf eru í boði?

Þú getur valið þau verkefni sem þú vilt starfa við á leikunum. Verkefnin eru fjölbreytt og reyna á mismunandi hæfileika og kunnáttu.

Ef það er ein ákveðin íþróttagrein sem þú tengist og hefur áhuga á að starfa við þá velur þú hana. Ef engin íþróttagrein höfðar til þín þá sleppir þú því að velja.

  • Veitingamiðstöð: leiðsögn gesta, uppsetning matsalar, frágangur, þrif, uppvask, þjónusta o.fl
  • Viðburðir: Setningarhátíð og lokahátíð þar sem fram fer gæsla, uppsetning og frágangur. Verðlaunaafhendingar þ.e. skipulagning, afhending verðlauna, utanumhald o.fl.
  • Fjölmiðlaþjónusta: Þjónusta við fjölmiðlamenn og aðstoð við utanumhald.
  • Aðstoðarmaður: t.d. fyrir ákveðið lið.
  • Þjónustuborð: Viðvera á þjónustuborðum sem eru staðsett á hótelum, flugvelli, keppnismannvirkjum og á aðalskrifstofu. Einnig þjónustuborð fyrir almenning sem er t.d. staðsett í miðbæ Reykjavíkur, í Kringlunni og víðar.
  • Samgöngur: Umferðastjórnun og bílstjórar.
  • Aðalskrifstofa: Ýmis þjónusta við keppendur og fylgdarlið þeirra, pökkun gagna, umsjón með merkingum, dreifing fatnaðar, myndataka, tækniþjónusta, kynningarmál o.fl.
  • Heilbrigðisþjónusta: Almenn þjónusta fagfólks, neyðarþjónusta og umsjón lyfjaprófa.
  • Íþróttagreinar

Hefð sjálfboðaliðastarfa á Íslandi

  • Þegar að við hjálpumst að gengur allt svo miklu betur.
  • Það hefur sýnt sig í gegnum árin að sjálfboðaliðastörf eru eitt mikilvægasta hlutverkið í íþróttakepnum á Íslandi.
  • Ef ekki væri fyrir störf sjálfboðaliða væri íþróttahreyfingin ekki á þeim stað sem hún er á í dag.
  • Um 1200 sjálfboðaliða þarf á leikana 2015.
  • Sjálfboðaliðar Smáþjóðaleikanna 2015 munu halda áfram þessari arfleifð sem skapast hefur og greiða leið sjálfboðaliðastarfa í framtíðinni.

Reynsla sjálfboðaliða

„Fyrir mér þýðir það að vera sjálfboðaliði að gefa svolítið af mér til annarra, en fá þeim mun meira til baka frá öðrum“.

„Að vera sjálfboðaliði þýðir að vera opinn fyrir nýjum áskorunum og hugmyndum. Það þýðir að taka fulla þátt og gera þitt besta, í samvinnu við aðra og hvetja fólkið í kringum sig“.

 „Að vera sjálfboðaliði býður upp á tækifæri á einstakri reynslu og að verða betri manneskja“.

 „Sjálfboðaliðastarfið þýðir að gefa einn af dýrmætustu hlutunum sem við eigum, tíma, til að hjálpa fólki að byggja og koma á framfæri góðum hlutum og hafa góð áhrif á umheiminn“.

Nýttu tækifærið og finndu þína eigin hvatningu fyrir því að vilja starfa sem sjálfboðaliði. Taktu þátt..

..við þurfum á þínum kröftum að halda !

Hægt að hringja í Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í síma 514-4000514-4000 og fá aðstoð við að skrá sig sem sjálfboðaliða

Heimild: golf.is