Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2017 | 12:00

Sjáið næstum ás Donaldson á Augusta

Jamie Donaldson fór ansi nálægt því að fara holu í höggi á par-3 4. holu Augusta National …… í golfhermi.

Donaldson sem er frá Wales, var í upptökustúdíói Sky Sports þar sem allt var í undirbúningi fyrir mót vikunnar á PGA Tour, sem er Shell Houston Open – síðasta mótið fyrir The Masters.

Þar fékk Donaldson tækifæri til þess að kynnast einhverjum af einkennisholum The Masters.

Donaldson er ekki með á þessu fyrsta risamóti ársins en náði þeim árangri að verða í 21. sæti á síðasta ári.

Sjá má „næstum“ ás Donaldson með því að SMELLA HÉR: