Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2017 | 21:07

Sjáið Jordan Spieth í tweed-fötum, herma eftir Old Tom Morris með hickory-kylfum!!!

Armchair golfer birti skemmtilegt myndskeið með nr. 5 á heimslistanum, þ.e. Jordan Spieth.

Í myndskeiðinu segir Jordan m.a. alltaf hafa litið upp til pabba síns í golfinu og viljað vera eins og hann og vinna hann – þannig hafi áhuginn á golfinu vaknað.

Jordan og pabbi hans klæðast síðan í gamaldags Old Tom Morris tweed-föt og Jordan slær nokkur högg með gömlum hickory-kylfum.

Pabbi hans fylgist með sem kylfusveinn sonar síns.

Sjá má skemmtilegt myndskeið af Jordan Spieth og föður hans Shawn með því að SMELLA HÉR: