Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2016 | 17:30

Sjáið hvað kona Mickelson teiknaði í SKY bílnum!

Phil Mickelson tók nú í sl. viku þátt í móti PGA Tour CareerBuilders Challenge in partnership with the Clinton Foundation.

Allir vita að Jason Dufner sigraði David Lingmerth í bráðabana en Phil varð T-3 ásamt Andrew Loupe og Kevin Na.

Phil er gríðarlega vinsæll og þó hann hafi ekki unnið, en 4 höggum munaði á efstu mönnum og þeim sem deildu 3. sætinu, þá biðu áhangendurnir í röðum til að fá eiginhandaráritanir. Allir sem eru í fjölmiðlum vita hversu þolinmóður Phil er við aðdáendur sína.

Ein var sú sem fylgdist með eiginmanni sínum …. Amy Mickelson.

Hún gerði það úr Sky Sports Cart – þar sem með tækni má teikna inn boltaflugið …. og Amy fékk að teikna líka.

Til að sjá hvað hún teiknaði á myndina hjá Phil SMELLIÐ HÉR …. Jamms, Valentínusardagurinn nálgast óðfluga og sumir komnir í rétta gírinn!!!