Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2011 | 18:00

Sigurður Garðarsson endurkjörinn formaður GS – Örn Ævar Hjartarson varamaður í stjórn

Í gær var haldinn aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja.  Á heimasíðu GS segir eftirfarandi um fundinn:

„Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja var haldinn 6. desember s.l. Um 40 manns mættu á fundinn. Sigurður Garðarsson var endurkjörinn formaður. Björn Víkingur Skúlason, Helga Sveinsdóttir, Snæbjörn Guðni Valtýrsson og Einar Einarsson (varamaður) gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Í stjórn fyrir þau komu ný inn, Davíð Viðarsson, Hafdís Ævarsdóttir og Heimir Lárus Hjartarson og Örn Ævar Hjartarson sem varamaður.

Starfsskýrslu og reikninga Golfklúbbs Suðurnesja má sækja hér að neðan:

Ársskýrsla GS 2011

Ársreikningur GS 2011