Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2014 | 11:00

Jóel Gauti, Sigurður Arnar og Bragi keppa í US Kids móti í Skotlandi

Bragi Aðalsteinsson, Jóel Gauti Bjarkason og Sigurður Arnar Garðarsson eru þessa dagana að keppa í Evrópumóti U.S.Kids mótaraðarinnar í Skotlandi, en mótið fer fram á Gullane vellinum (Sigurður í 12 ára flokki), og Luffness vellinum (Bragi og Jóel í 15-18 ára flokki).

Drengjunum gekk vel á fyrsta degi í gær, en Bragi lék á 74 höggum og er í 6. sæti og Jóel Gauti lék á 75 og er í 13 sæti.

Sigurður Arnar lék sérlega vel 70 höggum og er 2 undir pari og er í fyrsta sæti ásamt 4 öðrum.

 

Afreksþjálfari GKG, Derrick Moore, fylgir þeim í mótið. Derrick þekkir vellina vel enda eru þetta hans æskuslóðir.

Þetta er frábær byrjun á mótinu hjá þeim og verður spennandi að fylgjast með þeim næstu tvo hringi, en mótinu lýkur á morgun.

Hægt er að fylgjast með stöðunni með því að  SMELLA HÉR: