Sigurður Bjarki Blumenstein
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2019 | 18:01

Sigurður Bjarki lauk keppni T-29 í Portúgal

Sigurður Bjarki Blumenstein, GR, tók þátt í 89th Portuguese International Amateur Championship, sem fram fór á Montado golfstaðnum, dagana 13. -16. febrúar 2019 og lauk í dag.

Þátttakendur voru 120.

Sigurður Bjarki lék á samtals 1 yfir pari, 289 höggum (72 71 74 72). Glæsilegt hjá Sigurði Bjarka að vera í meðal efstu 25% kylfinga í mótinu!!!

Sigurvegari í mótinu var heimamaðurinn  Daniel da Costa Rodrigues, en hann lék á samtals 13 undir pari, 275 höggum (69 67 69 70)

Til þess að sjá lokastöðuna á 89th Portuguese International Amateur Championship SMELLIÐ HÉR: