Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2016 | 06:00

Sigurður Arnar T-3 og Kristófer Karl T-7 e. 2. dag á Orange Bowl

Orange Bowl eða Doral-Publix Junior Golf Classic er vandað unglingamót, eitt stærsta sinnar tegundar.  Yfir 690 unglingar frá 45 ríkjum víðsvegar úr heiminum keppa árlega í mótinu, sem er skipt í 4 flokka. Þátttakendur verða ekki aðeins að vera góðir kylfingar heldur einnig góðir námsmenn. Sigurvegarar í flokki 16-18 ára frá nöfn sín grafinn í sigurbikar sem afhentur er.

Meðal sigurvegara í Orange Bowl undanfarin ár eru t.a.m. Lexi Thompson, sem nú spilar á LPGA og Romain Wattel, sem spilar á Evróputúrnum.

Mótið fer nú fram í Miami, Flórída, dagana 21.-23. desember 2016 og verður lokahringurinn spilaður í dag.

Tveir íslenskir kylfingar taka þátt í mótinu að þessu sinni Kristófer Karl Karlsson, GM og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG.

Báðir keppa þeir í flokki 14-15 ára stráka. Eftir 2. keppnisdag er Sigurður Arnar T-3 þ.e. deilir 3. sætinu með frönskum kylfingi Quentin Debove en báðir hafa spilað hringina tvo á samtals 145 höggum; Sigurður Arnar (72 73).

Kristófer Karl hefir spilað á samtals 149 höggum (78 71) og er T-7, þ.e. deilir 7. sætinu með 4 öðrum kylfingum.

Sjá má stöðuna í flokki  Kristófer Karls og Sigurðar Arnars – 14-15 ára stráka – með því að SMELLA HÉR: