Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 31. 2018 | 15:00

Sigurður Arnar sigurvegari FGC Florida meistaramótsins!

Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, sigraði á FGC Florida Championship, en mótið fór fram 29.30. desember 2018 á PGA National golfvellinum í Flórída.

Sigurskor Sigurðar Arnars var par, 144 högg (71 73) og átti hann 2 högg á næsta keppanda, heimamanninn Matthew Myers.

Fyrri hringur Sigurðar Arnar í mótinu, var jafnframt lægsta skor mótsins og það eina sem var undir pari, þ.e. 1 undir pari, 71 högg – Hringurinn var býsna skrautlegur en Sigurður Arnar fékk m.a. 1 örn, 3 fugla, 2 skolla og 1 skramba.

Í sigurlaun fær Sigurður Arnar m.a. þátttökurétt á Callaway World Championship, sem er hluti af Future Championship Golf Tour.

Sjá má lokastöðuna í FGC Florida Championship með því að SMELLA HÉR: