Rory McIlroy
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2014 | 08:00

Sigurbolti Rory á Opna breska til sölu – Myndskeið

Eftir að Rory McIlory sigraði á Opna bandaríska henti hann bolta sínum út í áhorfendafjöldann.

Heppinn náungi að nafni Lee Horner, 39 ára, greip boltann.

Nú er það þannig að golfminjagripir sem þessir seljast fyrir himinháar fjárhæðir.

Uppboðsfyrirtækið  GreenJacketAuctions fór á stúfanna og bauð 10.000 bandaríkjadala fyrir boltann, sem Horner seldi þeim samstundis.

Nú er verið að bjóða boltann upp hjá GreenJacketAuctions og er boð í boltann, sem stendur ,í 6.114 bandaríkjadölum og búist við að það eigi eftir að hækka umtalsvert.

Hér má sjá frétt ESPN á myndskeiði um sigurbolta Rory á Opna breska 2014  SMELLIÐ HÉR: 

Hér má sjá uppboðssíðu greenjacket (uppboð á bolta Rory er í 3. línu lengst t.v.)  SMELLIÐ HÉR: