Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2021 | 23:59

Sigurbjörn er Íslandsmeistari 50+

Sigurbjörn Þorgeirsson úr Golfklúbbi Fjallabyggðar er Íslandsmeistari í flokki 50 ára og eldri 2021.

Sigurbjörn lék á 212 höggum eða 2 höggum yfir pari vallar á Vestmannaeyjavelli og var hann 6 höggum betri en Helgi Anton Eiríksson úr Golfklúbbnum Esju sem lék á 218 höggum.

Tryggvi Valtýr Traustason úr Golfklúbbi Öndverðarness varð þriðji á 221 höggi.

Keppendur í karlaflokki 50+, sem luku keppni voru 69.

Íslandsmót eldri kylfinga 2021 fór fram dagana 15.-17. júlí í Vestmannaeyjum. Mikill áhugi var á mótinu hjá keppendum og komust ekki allir inn í mótið sem sóttust eftir því.

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: