Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2014 | 10:00

Sigur Michelle Wie á US Women´s Open besta frétt 2014 á LPGA

Golf Week hefir valið 10 bestu fréttir ársins 2014 af LPGA kvenmótaröðinni – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Sú frétt sem trónir á toppnum í kvennagolfinu er sigur bandaríska kylfingsins Michelle Wie á US Womens Open risamótinu, en beðið hefir verið með óþreyju í 15 ár eftir að Wie sigraði á risamóti.

Önnur besta fréttin að mati Golf Week var að fyrrum nr. 1 á Rolex heimslistanum; Stacy Lewis sigraði allt í senn á sama ári: Vare Trophy, peningalistann og var auk þess valin leikmaður ársins á LPGA. Lewis er fyrsta Bandaríkjakonan til að afreka framangreint frá því að Betsy King tókst þetta árið 1993.

Í 3. sæti yfir bestu frétt ársins á LPGA voru valdar fréttir um glæsilegt nýliðaár ný-sjálenska kylfingsins Lydiu Ko.

 Í 4. sæti varð síðan fréttin um sigur Christinu Kim á Lorena Ochoa Invitational, en það var glæsilegt come-back hjá Kim, sem glímt hefir við þunglyndi undanfarin misseri.