Sigur eða tap – evrópska Ryder bikars liðið verður smart!
Ryder bikarskeppnin nálgast þ.e. keppnin sjálf og síðan keppnin milli alls þess, sem aukreitis er.
Hvort liðið er betur klætt, hvort liðið með betri útbúnað, hvort liðið með sætustu eiginkonurnar og kærusturnar (WAGS-in), hvort – en fyrst og fremst bara hver er bestur eða réttara sagt hvort liðið er betra?
Þó lið Evrópu hafi sigrað í síðustu 3 Ryder bikarskeppnum (2010, 2012 og 2014) þá er lið Bandaríkjanna ansi sigurþyrst og þar að auki á heimavelli.
Það er alltaf gott að líta vel út á golfvellinum – það gefur aukið sjálfstraust – og ekki er vanþörf á meðal klikkaðra bandaríska áhorfenda, en golfbullur eru frægar sérlega í Ryder bikarsmótum
Evrópska liðið mun klæðast smart golffatnaði frá Loro Piana, sem er ítalskur fataframleiðandi, sem hefir hingað til ekki verið þekkt af að framleiða golffatnað.
Darren Clarke, sem er þekktur fyrir að vera töff klæddur hitti hönnuðina sjálfa til þess að greina þeim nákvæmlega frá því sem hann vildi fyrir lið sitt.
Smókingarnir sem lið Evrópu og fyrirliðarnir klæðast munu kost $10,000 stykkið (þ.e. u.þ.b. 1 milljón 200.000 kr. per smóking).
Það er nokkuð ljóst að Darren Clarke velur aðeins það smartasta fyrir lið sitt – þannig að sama hvernig allt fer lið Evrópu verður smartara!
Þegar t.a.m. Rory var spurður að því í dag hvers mætti vænta af Clarke sem fyrirliða þá svaraði Rory: „Við verðum vel klæddir!“
Clarke bara hló aðspurður út í þetta. „Ég vona að strákarnir fíli þetta bara eins mikið og ég,“ sagði hann „Það verður enginn villtur og skrýtinn golffatnaður. Þeir eru skynsamir. Klassískir.“
… líkt og fyrirliðinn 🙂
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
