Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2015 | 14:55

Sigrar Jordan Spieth á Opna breska? … og ef ekki, hver þá?

Nú þegar Opna breska er handan við hornið þá er stóra spurningin hvort Jordan Spieth komi til með að standa aftur uppi sem sigurvegari enn eitt skiptið?

Allir bíða svars við því hvort eitthvað sögulegt gerist á því sögulegasta allra risamótanna Opna breska, þ.e tekst Jordan Spieth að sigra á öllum 3 fyrstu risamótunum?

Verður það sleggja eins og John Daly sem sigrar líkt og 1995? Ef ekki Spieth þá kannski Tiger, ef ekki hann hver þá?

Bandaríska blaðið USA Today hefir tekið saman lista þá sem koma til greina sem sigurvegarar og líkurnar á að þeir sigri, þ.e. sigri Jordan Spieth ekki.

Hér má sjá þennan lista USA Today SMELLIÐ HÉR: