Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2016 | 22:00

Signý með holu í höggi á EM kvenna í dag!

Signý Arnórsdóttir, GK fór holu í höggi á par-3 13. braut Urriðavallar í dag.

Og hún valdi svo sannarlega tímann til þess að fá ás en hann fékk hún á EM kvenna!

Og ásinn er þar að auki 1. ás hennar á ferlinum.

Höggið var gullfallegt teighögg sem lenti á fullkomnum stað á flötinni, rúllaði að flötinni og í fullkominni línu beint í miðja holu.

Golf 1 óskar Signýu innilega til hamingju með draumahöggið!!!

Par-3 13. brautin á Urriðavelli, uppáhaldsgolfvelli Hauks Arnar á Íslandi. Mynd: Golf 1

Par-3 13. brautin á Urriðavelli, Mynd: Golf 1