SÍGÍ: Bjarni Þór golfvallarstjóri ársins 2014
Samtök Íþrótta- og Golfvallarstarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ) kunngerðu nýlega val á golfvallar- og knattspyrnuvallastjórum ársins, en þetta er í þriðja sinn sem valið fer fram. Þar velja landsdómarar, formenn golfklúbba innan GSÍ og afrekskylfingar þann golfvallarstjóra landsins sem þeim þótti standa uppúr á árinu. Í flokki knattspyrnuvallastjóra sjá dómarar í efstu tveim deildum landsins og þjálfarar karla og kvennaliða í sömu deildum.
Í flokki golfvallarstjóra hlaut vallarstjóri GK þ.e. Keilismanna í Hafnarfirði, Bjarni Þór Hannesson titilinn Vallarstjóri ársins. Kosningin að þessu sinni var nokkuð afgerandi og ljóst að kylfingum þótti ástand Hvaleyrarvallar með besta móti þrátt fyrir erfitt tíðarfar.
Þetta er í annað sinn sem Keilir hlýtur titilinn, en Daniel Harley varð þess heiðurs-aðnjótandi að krækja í bikarinn fyrsta árið sem valið fór fram. Á síðasta ári hlaut Ágúst Jensson nafnbótina fyrir Korpúlfsstaðarvöll, en landsmót fór þar fram um sumarið. Hvaleyrarvöllur varð í öðru sæti það árið.
Í flokki knattspyrnuvallastjóra hlaut Kristinn Jóhannsson titilinn fyrir frábært ástand Laugardalsvallar. Kristinn hefur þar með unnið titilinn þrjú ár í röð og er því eini aðilinn sem hlotið hefur þá nafnbót.
Golf 1 óskar Bjarna og öllum starfsmönnum Hvaleyrarinnar til hamingju með árangurinn. Svona titlar vinnast ekki út á einstaklingsframtakið. Það voru 19 starfsmenn sem komu nálægt viðhaldi Hvaleyrarvallar á síðasta ári. Það eiga því margir sinn hluti í nafnbótinni Vallarstjóri ársins 2014.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
