Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2013 | 06:30

Shevchenko á 84 höggum á 1. hring

Andriy Shevchenko, 36 ára, sem valinn var knattspyrnumaður ársins í Evrópu 2004, stjórnmálamaður í Úkraínu og fyrrum framherji hjá AC Milan og Chelsea, reyndi fyrir sér í keppnisgolfi í fyrsta sinn í gær á Áskorendamótaröðinni.

Mótið sem hann tók þátt í var Kharkov Superior Cup og mótstaður var Superior Golf Resort & Spa í Kharkov, Úkraínu.

Shevchenko eða Sheva eins og hann er kallaður af aðdáendum sínum lék á 12 yfir pari, 84 höggum.

Honum tókst aðeins að fá 1 fugl á hringnum en því miður voru líka 11 skollar á skorkortinu þ.á.m. 7 í röð á fyrri 9.

En Sheva er langt frá því að vera neðstur í mótinu, það eru 11 keppendur sem eru með hærrra skor en hann þ.á.m. Pawel Jalop frá Póllandi, sem  lék á 37 yfir pari, 109 á 1. hring; var þ.á.m. með 8. faldan skolla á þ.e. 13 högg á 13. holu!

Óvanalegt að sjá svo há skor á Áskorendamótaröðinni 🙂

Til þess að sjá stöðuna á Khaarkov Superior Cup SMELLIÐ HÉR: