Alan B. Shepard Jr. fyrstur manna til að slá golfbolta á tunglinu – Myndskeið
Þan 20. júlí 1969 varð Neil Armstrong fyrsti maðurinn til þess að ganga á tunglinu. En fyrir golfáhangendur er lendingin á tunglinu fyrir u.þ.b. 47 árum, þ.e. þann 6. febrúar 1971 mun áhugaverðari.
Það var þá sem geimfarinn .Alan B. Shepard Jr (18. nóvember 1923 – 21. júlí 1998) steig á yfirborð tunglsins með Wilson Staff 6-járn, sem hann hafði komið fyrir um borð í Apollo 14 og sló tvo golfbolta sem hann hafði falið í geimfarabúningi sínum s.s. frægt er.
Málið var að Shepard var ákveðinn í að gera eitthvað sérstakt á tunglinu. Aðeins lítill hluti starfsfólks NASA vissi hvað Shepard var að reyna að gera. Shepard huldi m.a. kylfuna með sokk.
Áður en Shepard sló höggið á tunglinu sagði hann: „Í vinstri hendi minni er lítill, hvítur bolti sem er kunnuglegur milljónum Ameríkana. Ég ætla að reyna að slá högg í sandgryfju.“
Um 2. högg sitt sagði Shepard að boltinn hefði flogið mílur á mílur ofan. Rétt er að boltinn fór 300 yarda (274 metra) og var 35 sekúndur í loftleysinu á tunglinu að fara þessa vegalengd. Já og það með 6-járni!
En auðvitað voru vísindi á bakvið höggið og það ekki bara slegið til gamans. Geimfarinn vildi sanna að í loftleysinu og með miklu minna þyngdarafli gætu golfboltar farið lengra á tunglinu en á jörðinni.
Shepard dó 74 ára, en hann gaf kylfuna USGA safninu í New Jersey, þannig að kynslóðir kylfinga gætu séð fyrstu kylfuna sem notuð var til að slá golfbolta á tunglinu! Sjá má mynd af þessari frægu kylfu hér að neðan:

Wilson Staff golfkylfan sem fór á tunglið 1971
Hér má sjá myndskeið þar sem Sheppard slær golfbolta á tunglinu SMELLIÐ HÉR:
Hér svona aukalega má sjá hvernig 32 golfvellir líta út utan úr geim SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
