Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2015 | 16:00

Sextíu sekúndna viðtal við Rory

Hafið þið nokkru sinni velt fyrir ykkur með hverjum nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy myndi vilja spila golf; hver sé nánasti vinur hans á PGA Tour og hverjum hann myndi treysta fyrir að setja niður 10 feta fuglapútt, öðrum en sjálfum sér til þess, fyrir vinningsfjárhæðinni í því sem lagt hefir verið undir í sunnudags vinagolfhring?

Einn golffréttamiðillinn lagði 8 spurningar fyrir Rory og hér koma 8 svör hans:

Sp: Rory, hvern myndir þú vilja borga fyrir að sjá keppa í móti?
Svar Rory: Bubba Watson.

Sp: Hverjir myndir þú segja að séu bestu vinir þínir á PGA Tour?
Svar Rory: Justin Thomas og Rickie Fowler og mér kemur vel saman við Keegan Bradley.

Sp: Hverjir eru í draumaholli þínu?
Svar Rory: Pabbi, Harry Diamond og líklega umboðsmaður minn Sean (O’Flaherty).

Sp: Hver er besti áhugamaður sem þú hefir spilað með?
Svar Rory: Ég hef spilað með mörgum frægum og mörgum frægum íþróttamönnum en ætli það sé ekki forseti  Seminole Golf Club í West Palm Beach,(Jimmy Dunne (sem m.a. er félagi í Augusta National). Hann er frábær náungi og ég var að spila þarna með honum og Tiger í nóvember og við skemmtum okkur vel.

Sp: Hver er uppáhaldskylfan í pokanum?
Svar Rory: Dræverinn minn.  Einfaldlega vegna þess að  ég slæ langt þanng að þessi kylfa skiptir máli í hverju höggi sem ég leik.  Dræverinn sem ég er með í pokanum er besti dræver sem ég hef haft í þó nokkurn tíma og ég gæti ekki verið ánægðari með hann.

Sp: Hver er venjulega rútínan þín í ræktinni?
Svar Rory: 60 mínútur í ræktinni á morgnanna og síðan 30 mínútur þar af vinn ég í lærvöðvunum. Þó ég sé farinn að horfa á klukkuna eftir 10 mínútur reyni ég að halda út.  Siðan eru það 90 mínútur í ræktinni eftir hádegi eða snemma kvölds.

Sp: Hver er venjulega rútínan úti á æfingasvæði?
Rory: Ég fer venjulega í 1 klst. á æfingasvæðið og svo er það bara vanaferlið eins og með flesta atvinnumenn. Ég slæ e.t.v. nokkur glompuhött áður en ég fer 20 mínútur á púttflötina og svo er ég tilbúinn á 1. teig.

Sp: Það er sunnudagssíðdegi og það eru miklir peningar undir; hverjum myndir þú treysta fyrir að taka sigurpúttið öðrum en sjálfum þér?

Svar Rory: Luke Donald.