Sergio Garcia tilbúinn að fyrirgefa „óþörf“ ummæli Faldo um sig
Það kom mörgum á óvart í miðri Ryder keppninni að fyrrum fyrirliði liðs Evrópu, Nick Faldo, skuli hafa ráðist munnlega á einn liðsmann í liði Evrópu, Spánverjann Sergio Garcia með ummælum um að hann hafi ekki verið til neinna nota, hreinlega óþarfur í Rydernum 2008, sem er eina tap liðs Evrópu frá árinu 1999.
Í því móti náði Garcia aðeins 1 stigi fyrir Evrópu í 4 leikjum.
Af hverju var Faldo að rifja þetta upp í miðri keppninni? Faldo bætti gráu ofan í svart með því að segja að hegðun Garcia hefði verið slæm.
Sergio, sem þátt átti í sigri Evrópu í gær (2014) segist tilbúinn að fyrirgefa og gleyma ummælum Faldo.
Í gær eftir að sigurinn var í höfn var Garcia spurður að því hvort hann hefði heyrt frá Faldo?
„Nei það hef ég ekki,“ svaraði Garcia. „En ég bjóst heldur ekki virkilega við því, en allir hér við þetta borð (liðsfélagarnir) hafa óskað mér til hamingju og svo hefir fullt af öðru fólki gert og það er það sem virkilega skiptir mig máli,“ sagði Garcia, en sigur hans í 5 .Ryder bikars móti sínu, þýðir að hann hefir slegið við meti Faldo um þátttöku í sigurliði í Rydernum.
„Ég er opinskár og alltaf tilbúinn að fyrirgefa, gleyma og grafa. Mér finnst þetta hafa verið óheppilegt komment hjá honum,“ sagði Garcia. „Ég veit ekki hvort hann sér eftir þessu eða ekki, en þetta er að baki mér og vitið þið ég er viss um að allt verði í lagi!“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
