Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2022 | 12:00

Sergio Garcia: „Það er sérstakt að vera Masters sigurvegari en ferill minn var þegar frábær þegar ég vann“

Aðeins 55 kylfingum hefir tekist að sigra á Masters risamótinu, frá því það hóf göngu sína, fyrir 87 árum, þ.e. 1934. Það sýnir bara hversu mikill eðalklúbbur kylfinga, sigurvegarar Masters eru.

Sumir kylfingar hafa sigrað í mótinu oftar en 1 sinni, en það eru: (tæmandi listi)  Jack Nicklaus 6 sinnum og Tiger Woods 5 sinnum, Arnold Palmer 4 sinnum og Sam SneadJimmy Demaret, Gary Player, og Nick Faldo og Phil Mickelson 3 sinnum, Horton SmithByron Nelson, Ben HoganTom Watson, Bernhard LangerBen Crenshaw, Seve Ballesteros, José María Olazabal og Bubba Watson 2 sinnum, auk þess sem það féll niður 1943-1945 vegna 2. heimsstyrjaldarinnar.

Sergio tókst loks í 74. skipti sem hann reyndi við sigur í risamóti að sigra… og það var á Masters fyrir 5 árum síðan, 2017.

Eftir sigurinn á Masters fór fólk að spekúlera í hvenær Sergio myndi bæta öðrum risamótssigri við.

Ég vissi að þetta myndi gerast,“ sagði García þá. „Þegar ég var ekki með neina (risamótstitla) var það: „Hvað ef hann á aldrei eftir að vinna risamót?“ Þá svaraði ég: „Í lok dagsins, augljóslega já, að vinna risamót gerir feril þinn betri,“ en mér fannst ferill minn þá þegar vera frábær ferill. Þú getur spurt marga stráka hérna úti og þeir myndu vera mjög ánægðir með feril eins og ég átti, jafnvel þar til (ég sigraði á Masters).