Sergio Garcia telur slæma enskukunnáttu Jiménez varna því að hann verði fyrirliði
Sergio Garcia telur slæma enskukunnáttu Miguel Angel Jiménez standa í vegi fyrir að hann verði næsti fyrirliði Ryder Cup liðs Evrópu.
Það hver verður nýi fyrirliði Ryder bikarsins virðist nú bara vera einvígi milli Darren Clarke og Jiménez.
Og Clarke barst stuðningur úr óvæntri átt því Garcia telur tungumálakunnáttu landa síns standa í vegi fyrir að hann geti hugsanlega orðið fyrirliði.
„Ég veit að Miguel hefir verið góður Ryder Cup leikmaður og hann hefir líka verið frábær varafyrirliði Ryder Cup en að verða fyrirliði er allt annað“
„Allt frá þeim tíma sem fyrirliðinn er skipaður þá líður allt að eitt og hálft ár þar sem hann verður að koma fram, taka þátt í alls kyns athöfnum og gefa viðtöl.“
„Þannig að það er mikilvægt að allir sem hann (fyrirliðinn) talar við yfir svo langann tíma skilji nákvæmlega hvað hann er að segja vegna þess að stundum er hægt að mistúlka orð og þegar maður er fyrirliði Ryder bikarnsins þá er maður talsmaður mótaraðarinnar, styrktaraðila o.s.frv.og þegar keppnin sjálf stendur yfir þá eru svo margar ræður sem hann verður að gefa,“ sagði Garcia m.a.
Spurning hvort Garcia verði ekki að komast sjálfkrafa í liðið verði Jiménez fyrir valinu sem fyrirliði, því varla fer hann að eyða einu „villtu kortunum“ sínum á Garcia eftir svona útreið….. Svo eru alltaf til enskunámskeið og sú sem þetta ritar finnst enska Jiménez ekkert slæm!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
