Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2016 | 10:00

Sergio Garcia tekur þátt í Ólympíuleikunum

Spænski kylfingurinn Sergio Garcia hefir gefi út að hann muni taka þátt á Ólympíuleikunum þrátt fyrir að margir félagar hans hafi hætt við vegna Zika vírusins.

Garcia sagði: „Ég veit að það er einhver hætta en að vera fulltrúi Spánar og að reyna að fá golfíþróttina til að vaxa og verða Ólympíuleikmaður er of mikilvægt þannig að ég verð með á Ólympíuleinum.“

Garcia er nr. 12 á heimslistanum.

Mörg stór nöfn hafa tilkynnt að þeir taki ekki þátt en þeirra á meðal er nr. 1 á heimslistanum, Jason Day, og aðrir á borð við nr. 4 Rory McIlroy, Vijay Singh frá Fidji Charl Schwartzel frá Suður-Afríku.

Ólympíuleikarnir fara fram 5.-21. ágúst n.k.