Ryder Cup 2014: Sergio Garcia: Ryderinn verður skrítinn án Luke Donald
Sergio Garcia hefir sagt í fjölmiðlum að sér finnist skrítið að keppa í Ryder bikarnum án Luke Donald.
Garcia komst sjálfur ekki í liðið 2010 en er nú á góðum stað í leik sínum og keppnir nú aftur f.h. Evrópu.
Síðast þegar Bandaríkin kepptu á heimavelli Evópu í Celtic Manor 2010 þá var Garcia varafyrirliði og hann viðurkennir fúsleg að það hafi verið ein af erfiðustu reynslum sínum á golfvellinum.
Aðspurður hvort Ryder Cup keppnin yrði skrítin án Donald sagði Garcia: „Já, hún verður það.“ En svo bætti hann (Garcia) við: „Ég var heldur ekki með 2010 en er aftur hér nú.“
„Það hefði verið frábært ef Luke hefði verið með, augljóslega er hann góður vinur minn og fyrrum spilafélagi. En á sama tíma, þá er margir góðir leikmenn, margir hafa spilað virkilega vel og það er ekki hægt að velja alla. Við getum aðeins verið 12.“
„Ég hef talað svolítið við Luke og það hefir verið erfitt fyrir hann en hann veit að ef hann hefði spilað aðeins betur frá og með Bridgestone heimsmótinu þá myndi hann hafa verið í liðinu. Því miður var það ekki í spilunum. Þetta er ekki heimsendir. Hann mun koma aftur og það verður í lagi með hann.“
Einn sem verður til staðar í mótinu er landi Garcia, José María Olazábal, sem nú er varafyrirliði eftir að hafa verið fyrirliði hins frábæra Medinah-liðs. „Allir sem geta fært liðinu eitthvað, þ.e.a.s eitthvað jákvætt eru alltaf velkomnir,“ sagði Garcia. „Það er augljóst að Olazábal færir liðinu það þannig að okkur finnst öllum fínt að hafa hann hér aftur.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
