Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2014 | 11:30

Sergio Garcia kemur kylfingum á Bethpage Black á óvart – Myndskeið

Sergio Garcia og TaylorMade komu kylfingum á Bethpage Black golfvellinum í New York á óvart um daginn, þegar þegar komu færandi hendi á æfingasvæðið og gáfu mönnum sem þar voru nýja TaylorMade SLDR drævera.

Menn fengu líka að fylgjast með Garcia æfa sig.

En þetta var ekki allt.

Markmiðið var líka að láta kylfingana fá á tilfinninguna hvernig væri að vera eins og atvinnumaður á 1. teig með fréttamenn yfir sér að taka myndir og viðtöl og áhorfendur að fylgjast með – flestir voru á einu máli að það væri stressandi!

Sjá má myndskeiðið með Sergio Garcia og félögum í TaylorMade með því að SMELLA HÉR: