Sergio fær golfáhanganda fjarlægðan
Sergio Garcia hóf keppni á WGC-Dell Technologies Match Play í morgun.
Hann var að spila gegn indverska golfundrinu Shubhankar Sharma, þegar teighögg hans á par-5 12. holunni lenti á golfvagnaveginum og í staðinn að fá frídropp, kaus hann að spila boltanum þar sem hann lá.
Hann fór úr golfskónum sínum til þess að renna ekki til og sló …. og boltinn lenti á flatarkantinum. Frábært högg.
Eftir höggið góða benti Sergio lögreglumanni á að fjarlægja golfáhanganda sem sagði eitthvað óviðeigandi meðan Sergio sveiflaði. Bætist Sergio nú í hóp þeirra kylfinga, sem að undanförnu hafa fengið áhangendur fjarlægða af golfvöllum.
Hegðun golfáhanganda á golfvöllum hefir ítrekað verið til umfjöllunar á sl. vikum.
Justin Thomas var gagnrýndur – hann baðst síðan afsökunar á – fyrir að fá áhanganda fjarlægðan með látum á Honda Classic.
Rory fékk áhanganda vikið af velli fyrir að öskra í sífellu „Erica„, sem er nafn á eiginkonu Rory.
Já, atvinnukylfingarnir hafa lægri þolþröskuld en áður gagnvart háværum áhangendum og óatkvæðisorðum þeirra … sérstaklega þegar um drukkna áhangendur er að ræða.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
