Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2018 | 12:00

Sergio fær golfáhanganda fjarlægðan

Sergio Garcia hóf keppni á WGC-Dell Technologies Match Play í morgun.

Hann var að spila gegn indverska golfundrinu Shubhankar Sharma, þegar teighögg hans á par-5 12. holunni lenti á golfvagnaveginum og í staðinn að fá frídropp, kaus hann að spila boltanum þar sem hann lá.

Hann fór úr golfskónum sínum til þess að renna ekki til og sló …. og boltinn lenti á flatarkantinum. Frábært högg.

Eftir höggið góða benti Sergio lögreglumanni á að fjarlægja golfáhanganda sem sagði eitthvað óviðeigandi meðan Sergio sveiflaði. Bætist Sergio nú í hóp þeirra kylfinga, sem að undanförnu hafa fengið áhangendur fjarlægða af golfvöllum.

Hegðun golfáhanganda á golfvöllum hefir ítrekað verið til umfjöllunar á sl. vikum.

Justin Thomas var gagnrýndur – hann baðst síðan afsökunar á – fyrir að fá áhanganda fjarlægðan með látum á Honda Classic.

Rory fékk áhanganda vikið af velli fyrir að öskra í sífellu „Erica„, sem er nafn á eiginkonu Rory.

Já, atvinnukylfingarnir hafa lægri þolþröskuld en áður gagnvart háværum áhangendum og óatkvæðisorðum þeirra … sérstaklega þegar um drukkna áhangendur er að ræða.