Scott Stallings, nr. 54 á heimslistanum
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2015 | 12:15

Scott Stallings í banni e. fall á lyfjaprófi

Þrefaldur sigurvegari á PGA Tour Scott Stallings mun missa af afgangnum af 2014-15 keppnistímabili PGA Tour, þar sem hann hefir verið settur í 3 mánaða bann eftir að hafa sjálfur gefið sig fram og sagst hafa notað lyf á bannlista PGA Tour sem jafngildir því að falla á lyfjaprófi.

Stallings gaf sig sem segir sjálfur fram og sagðist hafa verið að taka efni sem nefnist DHEA, sem er svipað sterum sem auka testosterone framleiðslu en sagðist í fyrstu  ekki hafa áttað sig á að notkun þess væri bönnuð á PGA Tour.

Hvort sem ásetningur minn stóð til notkunarinnar eða ekki þá tók ég efni sem er bannað.  Ég bað um refsinguna sjálfur, það er best að fást þannig við það,“ sagði Stallings við Golf Channel.  „Ég kom strax fram, svo fljótt [að starfsmenn PGA Tour] voru undrandi.“

Skv. prógrammi PGA Tour til varnar notkunar á eiturefnum þá jafngildir notkun á efni sem bannað er af Túrnum jákvæðu lyfjaprófi þ.e. því að falla á lyfjaprófinu þegar efni greinast í blóð-eða þvagsýnum kylfinga.

Það var reyndar læknir Stallings sem mælti með efninu 2014 – reyndar með þeim formerkjum að það kynni að vera bannað á Túrnum – vegna þess að Stallings hafi verið hálf orkulaus. Því miður kannaði Stallings ekki hvort efnið væri bannað og tók það í 2 mánuði.  Hann komst einhvern veginn í gegnum lyfjapróf, sem fram fór fyrir Humana Challenge mótið í janúar. En eftir að spila í  Farmers Insurance Open þá varð Stallings að sögn áhyggjufullur að hann gæti hafa farið á sveig við reglur PGA Tour. Eftir að hann kannaði listann þar sem bönnuðu efnin eru tilgreind varð hann viss í sinni sök og sagði starfsmönnum PGA Tour frá broti sínu 10. febrúar 2015.

Stallings hlýtur tímabundna 3 mánaða brottvikningu af Túrnum, sem lýkur 4. október og getur því ekki spilað fyrr en 15. október á Frys.com Open, á 2015/2016 keppnistímabilinu. Stallings hlaut í verðlaun 2 ára þátttökurétt á  PGA Tour vegna sigurs síns í  Farmers Insurance Open 2014 og þarf því ekki að taka þátt í neinum úrtökumótum, sem kemur sér vel núna.

Stallings er 3. leikmaðurinn sem formlega hefir verið vikið af PGA Tour fyrir brot á eiturlyfjaprógrammi mótaraðarinnar, sem hrundið var úr vör 2008. Dough Barron var vikið af mótaröðinni fyrir að nota lyfseðilsskylt testosterone og Beta blokkera. Web.com Tour leikmaðurinn Bhavik Patel hlaut 1 árs leikbann fyrir að taka inn ónafngreint efni meðan hann var að ná sér af meiðslum – banni hans lýkur 5. október.

Það er frægara en frá þurfi að segja að Vijay Singh stóð frammi fyrir brottvikningu fyrir að hafa tekið inn hreindýrasprey sem innhélt bannaða efnið IGF-1. En áður en til leikbanns kom þá ráðfærði PGA Tour sig við World Anti-Doping Agency og komst að því að samtökin líta ekki á munnlega inntöku efnisins sem brot. Því hefir Singh hafið mál gegn PGA Tour fyrir hvernig tekið var á máli hans, en ekki litið svo á að hann hafi hlotið leikbann.

Eitt frægasta málið var nú bara afgreitt undir borðinu – Dustin Johnson fór í 6 mánaða frí – án þess að PGA Tour hafi kveðið upp úr með bann gegn honum. Þannig að Stallings hlýtur 3. brottvikninguna – Ekki sama Jón og séra Jón.