Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2013 | 09:45

Scott sigraði á Australian PGA

Adam Scott sigraði fyrr í morgun á Australian PGA Championship styrkt af Coca-Cola.

Hann lék á samtals 14 undir pari, 270 höggum (65 67 71 67).

Leikið var á RACV Royal Pines golfstaðnum á Gullströndinni (ens. Gold Coast).

Í 2. sæti varð Rickie Fowler, 4 höggum á eftir Scott, á samtals 10 undir pari, 274 höggum (63 72 71 68).

Sjá má lokastöðuna á PGA Australia með því að SMELLA HÉR: