Adam Scott
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2013 | 10:00

Scott með 4 högga forystu í Ástralíu

Adam Scott var á 5 undir pari, 66 höggum á 3. hring Australian Masters og er búinn að taka afgerandi forystu, á  fremur vindasömum hring á Royal Melbourne, þar sem hann setti niður 7 fugla.

Scott er nú á samtals 14 undir pari, 199 höggum (67 66 66).

Í hálfleik leiddi Scott með landa sínum Nathan Holman en er nú einn í 1. sæti; reyndar hefir Scott 4 högga forystu á þá sem næstir koma: Nathan Holman, Vijay Singh, forystumann 1. dags Nick Cullen og Matthew Griffin.

Einn í 6. sæti er Matt Kuchar á samtals 9 undir pari, 204 höggum (71 66 67).

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Australian Masters SMELLIÐ HÉR: