Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2014 | 10:00

Scott bætir stöðu sína á 2. degi Australian Masters

Nr. 2 á heimslistanum, Adam Scott , sem á titil að verja á Australian Masters bætti stöðu sína í gær eftir afleita byrjun og var um 5 högga sveiflu að ræða milli hringja hjá kappanum.

Scott er nú samtals búinn að spila á 3 undir pari,  141 höggi (73 68) og er í 12. sæti á mótinu.

Það eru heimamenn í efstu 11 sæunum og þeirra efstur eftir 2 keppnisdaga er Michael Wright, sem búinn er að spila á samtals 9 undir pari og í 2. sæti er Paul Sprago á samtals 7 undir pari.

Áhugamaðurinn Todd Sinnott er í 3. sæti ásamt þekktari Ástrala Richard Green, en báðir eru búnir að spila á 6 undir pari.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð voru Rod Pampling og Stuart Appleby.

Til þess að sjá stöðuna á Australian Masters að öðru leyti eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: