Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2015 | 12:00

Schwartzel sigurvegari á Alfred Dunhill

Það var Masters sigurvegarinn og heimamaðurinn Charl Schwartzel, sem sigraði í Leonard Creek í Melalane, á hinu árvissa Alfred Dunhill móti.

Schwartzel lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum (66 67 70 70).

Hann átti heil 4 högg á næsta keppanda, Frakkann Grégory Bourdy, sem varð í 2. sæti.

Fyrir sigurinn hlaut Schwartzel litlar € 1,5 milljónir.

Sjá má hápunkta lokahrings Alfred Dunhill mótsins með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Alfred Dunhill mótinu SMELLIÐ HÉR: