Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2013 | 16:15

Schwartzel sigraði á Alfred Dunhill

Það var heimamaðurinn og Masters sigurvegarinn 2011 Charl Schwartzel, sem stóð uppi sem sigurvegari á Alfred Dunhill mótinu í Leopard Creek í Suður-Afríku.

Schwartzel lék á samtals 17 undir pari, 271 höggi (68 68 67 68) og hlaut að launum € 237.750 (uþb. 45 miljónir íslenskra króna).

Í 2. sæti varð Englendingurinn Richard Finch 4 höggum á eftir Schwarzel, á samtals 13 undir pari, 275 höggum.

Í 3. sæti urðu þrír kylfingar: púttlínubrotsmaðurinn frá því í Kína, Simon Dyson frá Englandi, Englendingurinn Ross Fisher og Frakkinn Romain Wattel allir á samtals 10 undir pari, 7 höggum á eftir Schwartzel.

Danski nýliðinn á Evrópumótaröðinni Morten Örum Madsen, sem búinn er að standa sig svo vel nú í lok árs (sigraði m.a. á elsta og virtasta móti Suður-Afríku, SA Open um síðustu helgi) lauk leik T-16 þ.e. í 16. sæti.  Hann leiddi fyrstu tvo daga mótsins, en átti síðan afleitan 3. hring sem dúndraði honum niður skortöfluna upp á 79 högg (eitthvað hafa taugarnar gefið sig).  Hann átti hins vegar frábæran lokahring; bætti sig um 10 högg, þ.e. lauk keppni á 69 höggum og verður gaman að fylgjast áfram með Madsen í framtíðinni, en mikið efni er greinilega á ferð þar og bætist þar í lið frábærra kylfinga frá Norðurlöndunum!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á Alfred Dunhill Championship SMELLIÐ HÉR: